
lirik lagu fastur liður - bubbi morthens & stríð og friður
við sjónarhringinn hrannast upp dökk ský
ég sé dauðans stríðsbumbur berja
ég heyri barnagrát og vopnagný
og fótatak þúsunda manna sem herja
á sannleikann og traðka hann niður
í stríði er það fastur liður
ég sé fjölmiðla réttlæta lygina ljóta
að frelsið krefjist fórna, þeir segja
klukkan tvö í beinni þeir fara svo að skjóta
og börnin klukkan átta byrja að deyja
og sannleikann þeir traðka niður
í stríði er það fastur liður
ég sé ofursta mæta og mæra stríðstólin
blóðvellinum fjarri og brosandi f~gna
með fjögrastjörnuorðum og böðulsólin
hengir þá sem vilja ekki þagna
og sannleikann traðka þeir niður
í stríði er það fastur liður
ég sé fallna stráka stirðnaða og kalda
stjarfa í framan á svipinn hissa
eins og augnablikið þegar byssan falda
skaut kúlunni sem hjartað var dæmt til að kyssa
sæju þeir sannleikann falla niður
í stríði er það fastur liður
ég sé pólitíkusa á fjórum fótum skríða
fylgispaka sem lúbarða rakka
þeir dilla sinni rófu og herrunum hlýða
fá að vera með, fyrir það skal jú þakka
og sannleikann snúa niður
í stríði er það fastur liður
Lirik lagu lainnya:
- lirik lagu grasp power! - kenta nagata
- lirik lagu chapeau d'paille - lamzo
- lirik lagu ahora - ultimo sol
- lirik lagu break the chains - jaxon wilde
- lirik lagu psycho - out
- lirik lagu jovis gesellschaft - rob s. piérre
- lirik lagu teu reino não tem fim - davi fernandes & cultura do céu
- lirik lagu nasty boy - liyvz
- lirik lagu inhala - pickin kollin
- lirik lagu when love hurts (sweater beats remix) - jojo