lirik.web.id
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

lirik lagu elín hall - föðurlandssól

Loading...

[verse]

ó ég heyrði í lóu um daginn
klukkan hálffimm um nótt
heim úr bænum ég gekk
og hugsaði loksins er farið að vora

leiðir okkar skildust í myrkri
þú sagðir að ég væri ekki það sem þú þyrftir
keyrðir mig í kringluna
og ég vissi ekki hvað ég ætti að spila
svo við þögðum og létum sem
útvarpið þitt væri bilað

[chorus]

föðurlandssól kom hnígandi niður
í ísköldum náttkjól
hvað er að ef ekkert er að?
malbiks maíblóm
var slitið með rótum og plantað
mitt á milli tveggja heima
manstu hvenær það var
sem ég og þú hættum að reyna?

[verse]

ó þú kvaðst ekki tala um drauma
vildir sjá hvað þér bauðst í raun
vildir flytja í hafnarfjörðinn
ég vil ekki flytja í hafnarfjörðinn

og ég held ég hafi séð það sem ólán
að hafa breyst frá því að ég var átján
ég á það til að hafa of margt á minni könnu
en mér er alveg sama að ég sé að breytast í mömmu

[chorus]

föðurlandssól kom hnígandi niður
í ísköldum náttkjól
hvað er að ef ekkert er að?
malbiks maíblóm
var slitið með rótum og plantað
þar sem það átti ekki heima
manstu hvenær það var
sem ég og þú hættum að reyna?

[post chorus]

mitt ættjarðarljóð
þitt skagfirska blóð
við keyrðum norðurárdalinn
með eitt~sett og nocco
vorum góð
þegar við vorum góð
grýtt eða greið
ég veit þú hefðir kysst
jörðina þar sem ég stóð
það var alveg á hreinu

spáin sem brást
eitt loforð um ást
þú vaknar sem pabbi þinn
árla svo markmiðin nást
ég reyni að
muna hvernig það var
að vakna og þekkja ekkert annað
en að hafa þig ekki þar

það var alveg á hreinu
og ég sé ekki eftir neinu


Lirik lagu lainnya:

LIRIK YANG LAGI HITS MINGGU INI

Loading...