lirik lagu elín hall - afmæli
[verse]
ef ég ætti orðin
ef ég ætti orðin að segja þér
gætirðu þá fyrirgefið mér?
fyrir að hleypa af með látum
gera plön sem við aldrei gátum upplifað
og mála með þér skýjaborgirnar
því ég hugsaði ekkert
ég var hughrifin af þér
þú varst málverk
ég staldraði of lengi við
og lofaði þér litum
og ást sem að ég átti ekki til
og snéri síðan við
[chorus]
ég gæti sagt ég var of ung þá
gæti sagt þú birtist svo hratt að mér brá
ég passaði að svara aldrei “já”
en það var ég
sem kunni ekki að hugsa í lausnum
nei þetta var aldrei í hausnum á þér
það var bara ég
sem ekki svaraði
kvöldið sem þú áttir afmæli
[verse]
það hvarflað hefur að mér
að taka bara upp símann og segja þér
hversu miður mín ég er
en eitthvað mig stöðvar
kannski skömm eða þörfin til að leyfa þér
að lifa í friði frá mér
og núna áttu kærustu
og ég veit hún er meira en þínar skærustu
vonir um mig og þig
mínar vonir eru engar
nema að þú vitir ef þú minnist mín
að sökin var aldrei þín
[chorus]
ég gæti sagt ég var of ung þá
gæti sagt þú birtist svo hratt að mér brá
með öðrum orðum, upptekin, já
en það var ég
sem kunni еkki að hugsa í lausnum
nei þetta var aldrei í hausnum á þér
það var bara ég
sеm ekki svaraði
kvöldið sem þú áttir afmæli
Lirik lagu lainnya:
- lirik lagu delia derbyshire & barry bermange - colour
- lirik lagu kahukx & bl@ckbox - bl@ckbox freestyle
- lirik lagu the tom russell band - denver wind
- lirik lagu rememberme (usa), richmnkey & j44p - greed
- lirik lagu the blue hearts - もどっておくれよ (come back to me)
- lirik lagu yobkiss - demon semon*
- lirik lagu yakn0 - rip yung bruh
- lirik lagu hoodmission - calimator fight
- lirik lagu dj oliveira original & dj menor da dz7 - montagem neoplasia introduzia
- lirik lagu holden laurence - rewire