
lirik lagu björgvin halldórsson - ég lifi í draum
[textar fyrir “ég lifi í draumi”]
[vísa 1]
ég lifi í draumi
dreg hvergi mörkin dags og nætur
sveiflast aðeins ósjálfrátt
í hægum gangi
á fullt í fangi með að finna það
sem oftast reynist öfug átt
það er líkt og ég sé laus úr öllum viðjum
lentur hringsólandi á vegi miðjum
ég lifi í draumi
dreg hvergi mörkin dags og nætur
sveiflast aðeins ósjálfrátt
[vísa 2]
ég lifi í tómi
tek engan þátt í trylltum dansi
fólksins allt í kringum mig
aleinn á randi
veit að minn vandi er að vera þar
sem enginn getur áttað sig
það er líkt og ég sé lagstur út í bili
leitandi að bát á réttum kili
ég lifi í tómi
tek engan þátt í trylltum dansi
fólksins allt í kringum mig
[vísa 3]
ég lifi í veröld
veit ekki hvaða vindar þjóta
en þeir fara fram hjá mér
eins konar fangi
á víðavangi eða varnarlaus
gegn því sem er á meðan er
það er líkt og ég sé lamaður af ótta
líf mitt rennur burt á hröðum flótta
ég lifi í veröld
veit ekki hvaða vindar þjóta
en þеir fara fram hjá mér
Lirik lagu lainnya:
- lirik lagu lildrughill - snippet 23.03.2025*
- lirik lagu max.95 - tetnuldi
- lirik lagu lloyd - i'm wit it (yung joc remix)
- lirik lagu samuele bersani - en e xanax (live con orchestra)
- lirik lagu igor jansen & mousik - checklist
- lirik lagu img (guam) - c0upe
- lirik lagu gorby & awaken - onnarun
- lirik lagu saska (tur) - munung uçun yalbarıb yadım
- lirik lagu miki jevremović - zbogom
- lirik lagu missage - забью (чаще) [i'll score (more often)]